2004-02-19 14:48:35# 130. lþ. 68.4 fundur 482. mál: #A samningur milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu# þál., utanrrh.
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 130. lþ.

[14:48]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Þau mál eru í eðlilegum farvegi. Við höfum gert ráð fyrir því að samningar við Færeyinga verði gerðir á svipuðum grundvelli og síðast. Það hefur ekkert komið upp í þessum samskiptum sem kallar á sérstaka endurskoðun á því magni sem þeir hafa heimild til að veiða.

Hér hafa verið gerðar athugasemdir að því er varðar lúðuna. Ég hef ekki forsendur til þess að meta það eins og hér hefur komið fram, en það er almennt gert ráð fyrir að Færeyingar haldi sínum heimildum áfram til að veiða hér sambærilegt magn og þeir hafa haft heimildir til á undanförnum árum.