Starfsmenn í hlutastörfum

Fimmtudaginn 19. febrúar 2004, kl. 15:51:46 (4460)

2004-02-19 15:51:46# 130. lþ. 68.8 fundur 411. mál: #A starfsmenn í hlutastörfum# (EES-reglur) frv., ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 68. fundur, 130. lþ.

[15:51]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vek athygli á því sem hér er sagt. Annars vegar fagna menn því að samningar hafi náðst á almennum vinnumarkaði og telja þá samninga hafa verið mjög til góðs. Með öðrum orðum, þeir telja að samningur ASÍ og SA sé mjög ásættanlegur og fagna honum. Er það ekki rétt skilið hjá mér?

Síðan kemur að félmrn. og hlut hæstv. félmrh. Er hann tilbúinn að láta eitt yfir alla ganga á Íslandi hvað þessi almennu réttindi snertir? Nei. Hans framlag er að stíga á launafólkið, að hafa réttindin sem samningar náðust um á almennum vinnumarkaði af tilteknum hópi, af starfsmönnum ríkis og sveitarfélaga. Enn og aftur auglýsi ég eftir rökum fyrir því.

Ef þau koma ekki fram er ekki um annað að ræða en að kalla í þá aðila (Forseti hringir.) sem ég tel vera ábyrga fyrir þessu. Það eru fjármálaráðuneytismenn með hæstv. fjmrh. Geir H. Haarde í broddi fylkingar.