Starfsmenn í hlutastörfum

Mánudaginn 23. febrúar 2004, kl. 15:12:34 (4480)

2004-02-23 15:12:34# 130. lþ. 69.3 fundur 411. mál: #A starfsmenn í hlutastörfum# (EES-reglur) frv., GAK (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 130. lþ.

[15:12]

Guðjón A. Kristjánsson (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér á að fara að greiða atkvæði um mál sem snýr að réttindum launþega í hlutastörfum. Ég vil gera grein fyrir afstöðu okkar í Frjálsl. til þessa máls.

Við munum styðja frv. að undanskildu því ákvæði þar sem segir svo, með leyfi forseta, í 2. gr.:

,,Ákvæði laga þessara taka ekki til starfsmanna ríkis og sveitarfélaga, sem á grundvelli hlutlægra ástæðna fá greitt tímavinnukaup, enda byggist sú undanþága á kjarasamningi, ákvörðun stjórnvalds eða venju í slíkum tilvikum.``

Við teljum að með þessu ákvæði í 2. gr. sé verið að mismuna launþegum með lagaboði og munum ekki styðja þennan hluta frv.