Verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu

Mánudaginn 23. febrúar 2004, kl. 18:54:20 (4519)

2004-02-23 18:54:20# 130. lþ. 69.18 fundur 564. mál: #A verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu# (heildarlög) frv., SigurjÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur, 130. lþ.

[18:54]

Sigurjón Þórðarson (andsvar):

Frú forseti. Mér er fullljóst hvað verið er að ræða hér. Það er auðvitað verið að ræða verndun Mývatnssvæðisins, en af orðum hæstv. umhvrh. hér í umræðunni mætti ætla að verið væri að ræða stíflugerð. En auðvitað eigum við að vera að ræða um verndun og forgangsverkefni hvað varðar verndun.

Ég ætla að ítreka það að auðvitað eigum við að að hafa þau sjónarmið uppi að svæði sem eru mikilvægari en önnur eigi að fá ríkari umhverfisvernd í lagalegu tilliti en svæði sem eru síður mikilvæg.