Úthald hafrannsóknarskipa og hafrannsóknir

Þriðjudaginn 24. febrúar 2004, kl. 13:31:55 (4524)

2004-02-24 13:31:55# 130. lþ. 70.94 fundur 353#B úthald hafrannsóknarskipa og hafrannsóknir# (umræður utan dagskrár), Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 130. lþ.

[13:31]

Forseti (Halldór Blöndal):

Áður en gengið er til dagskrár fer fram utandagskrárumræða um úthald hafrannsóknarskipa og hafrannsóknir. Málshefjandi er hv. þm. Guðjón A. Kristjánsson. Hæstv. sjútvrh. Árni M. Mathiesen verður fyrir svörum. Umræðan fer fram samkvæmt 1. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.