Almenn hegningarlög

Þriðjudaginn 24. febrúar 2004, kl. 18:41:58 (4597)

2004-02-24 18:41:58# 130. lþ. 70.6 fundur 247. mál: #A almenn hegningarlög# (reynslulausn fanga) frv., ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 130. lþ.

[18:41]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Hæstv. forseti. Andsvar mitt er af nákvæmlega sama toga og kom fram í máli hv. þm. Jóhönnu Sigurðardóttur. Ég lýsi furðu minni á að málið skyldi ekki ná fram að ganga. Það er flutt í þriðja sinn ef ég skil það rétt. Ég lít svo á að þetta sé sjálfsagt mannréttindamál og ég þakka hv. þm. Einari K. Guðfinnssyni og Össuri Skarphéðinssyni fyrir að berjast fyrir þessari lagabreytingu.

Reyndar er undarlegt hve mörg mál daga uppi sem lúta að hegningarlögunum og ég vil nota þetta tækifæri til að minna á frv. sem ég hef flutt í tvígang og lýtur að því að svipta Hæstarétt nánast duttlungavaldi um hvaða mál megi ganga til Hæstaréttar. Hæstiréttur hefur sjálfdæmi um hvort mál sem dæmt hefur verið í í undirrétti verða yfirleitt tekin fyrir í réttinum.

Þótt ég kveðji mér hljóðs undir þessum málslið, andsvari, tel ég að hv. þm. hafi skýrt málavöxtu vel. Ég vil nota þetta tækifæri til að lýsa stuðningi mínum við málið.