Veiðar og rannsóknir á túnfiski

Miðvikudaginn 25. febrúar 2004, kl. 15:31:18 (4657)

2004-02-25 15:31:18# 130. lþ. 72.7 fundur 492. mál: #A veiðar og rannsóknir á túnfiski# fsp. (til munnl.) frá sjútvrh., sjútvrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur, 130. lþ.

[15:31]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen):

Herra forseti. Eins og kom fram í fyrra svari mínu hefur stofnunin notið tekna af veiðunum samkvæmt samningi við veiðiaðilana, japönsku aðilana. (Gripið fram í.) Ég er ekki með á takteinum ...

(Forseti (BÁ): Ég bið þingmenn að stilla sig meðan ræðumaður talar.)

Ég er ekki með á takteinum tölur yfir það magn sem hefur veiðst í lögsögunni í þessum tilraunaveiðum en auðvelt er að leita þeirra.

Hins vegar er rétt að geta þess að veiðireynsla okkar eigin skipa af veiðum túnfisks er mest 27 tonn á ári og í byrjun síðasta árs voru auglýst veiðileyfi á túnfiskveiðum. Þrír aðilar sóttu um þau leyfi. Enginn þeirra hefur hins vegar farið til veiða enn þá og eftir því sem mér skilst hafa tvö þessara skipa verið seld úr flotanum. Þetta virðist vera nokkuð áhættusamur veiðiskapur, sérstaklega þegar menn hafa ekki mikla reynslu og því gæti verið kostnaðarsöm þróun fyrir útgerðir að útbúa sig og ná sér í reynslu til að nýta þennan kvóta. Hins vegar er óskandi að það takist því að þarna er um umtalsverð verðmæti að ræða.

Fyrir veiðarnar á þessu ári hafa veiðileyfin ekki enn þá verið auglýst. Veiðarnar hefjast yfirleitt ekki fyrr en seinni hluta árs. En einmitt vegna þess, herra forseti, að engir þessara þriggja fóru til veiðanna er verið að huga að því hvernig best sé að standa að þessu á árinu.