Fátækt

Mánudaginn 01. mars 2004, kl. 15:08:28 (4667)

2004-03-01 15:08:28# 130. lþ. 73.1 fundur 362#B fátækt# (óundirbúin fsp.), JóhS
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 130. lþ.

[15:08]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Hæstv. forseti. Mér finnst þetta mál orðið hálfvandræðalegt fyrir ríkisstjórnina og reyndar til skammar, vegna þess að þegar hæstv. félmrh. ræddi þetta mál á þinginu í októbermánuði upplýsti hann að lokadrögin lægju fyrir og það ætti rétt eftir að leggja lokahönd á málið. Síðan upplýsir hann það fyrir mánuði að á næstu dögum muni hæstv. forsrh. kynna þessa skýrslu fyrir þinginu, en nú upplýsir hæstv. ráðherra að hann hafi varla séð skýrsluna hvað þá heldur lesið hana. Það er afar sérstætt hvernig ríkisstjórnin heldur á málefnum þessa hóps. Það er alveg ljóst að fá mál eru brýnni í þjóðfélaginu en það sem ég nefni hér, að grípa til aðgerða gegn fátækt. Því lýsi furðu minni á svörum hæstv. ráðherra að málið skuli ekki hafa meiri forgang innan ríkisstjórnarinnar en raun ber vitni.