Fátækt

Mánudaginn 01. mars 2004, kl. 15:11:17 (4670)

2004-03-01 15:11:17# 130. lþ. 73.1 fundur 362#B fátækt# (óundirbúin fsp.), forsrh.
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 130. lþ.

[15:11]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Frú forseti. Það er auðvitað alveg fráleitt að halda því fram að í tíð þessarar ríkisstjórnar hafi lítið verið gert í málefnum fátækra. Kaupmáttur bóta hefur aldrei hækkað annað eins og í tíð þessarar ríkisstjórnar. Kaupmáttur lægstu launa hefur aldrei hækkað annað eins og í tíð þessarar ríkisstjórnar. Þessir tveir þættir skipta mestu máli þegar menn ræða um fátækt í landinu. Atvinnuleysi er minna hér en víðast hvar sem við þekkjum til. Það er líka afar þýðingarmikill þáttur í því að gæta hagsmuna þeirra sem lakast eru settir.

Þessi ríkisstjórn hefur því gert meira en flestar aðrar til þess að sinna málaflokkum einmitt þessa hóps hvernig sem menn láta. Það er staðreynd málsins.