Framleiðsla á íslensku sjónvarpsefni

Mánudaginn 01. mars 2004, kl. 15:32:45 (4686)

2004-03-01 15:32:45# 130. lþ. 73.1 fundur 365#B framleiðsla á íslensku sjónvarpsefni# (óundirbúin fsp.), ÁF
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 130. lþ.

[15:32]

Ásgeir Friðgeirsson:

Frú forseti. Ég ítreka það sem ég sagði áðan að til umræðu er starfsumhverfi einnar þeirrar greinar sem hefur víðast hvar á Vesturlöndum náð hvað mestum árangri á sviði nýsköpunar. Ráðherra viðskipta- og iðnaðarmála getur ekki vísað þessu frá og ég spyr hvort það hljóti ekki að vera skylda hæstv. iðn.- og viðskrh. að móta stefnu stjórnvalda á þessu sviði þar sem sett eru skýr markmið um öfluga innlenda dagskrárgerð og kvikmyndagerð og að stuðningur stjórnvalda við þá framtíðarsýn verði skilgreindur skilmerkilega.