Framleiðsla á íslensku sjónvarpsefni

Mánudaginn 01. mars 2004, kl. 15:33:43 (4687)

2004-03-01 15:33:43# 130. lþ. 73.1 fundur 365#B framleiðsla á íslensku sjónvarpsefni# (óundirbúin fsp.), iðnrh.
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 130. lþ.

[15:33]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Það er alveg rétt hjá hv. þm. að nýsköpun heyrir undir mitt ráðuneyti. Ég hef farið yfir þann þátt málsins sem snýr að því ráðuneyti og tel að þar hafi verið bærilega staðið að málum. Að öðru leyti hvet ég hv. þm. til að leggja fram fyrirspurn til hæstv. menntmrh. ef hann er ósáttur við þau svör sem hér hafa komið fram. Ég ítreka að lögin hafa komið að miklum notum og það er mikið og margt í farvatninu núna sem mun einmitt snúa að enn frekari kvikmyndagerð á Íslandi og þar kemur sjóðurinn um tímabundnar endurgreiðslur svo sannarlega að notum.