Brottkast á síld

Mánudaginn 01. mars 2004, kl. 15:40:57 (4692)

2004-03-01 15:40:57# 130. lþ. 73.1 fundur 366#B brottkast á síld# (óundirbúin fsp.), MÞH
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 130. lþ.

[15:40]

Magnús Þór Hafsteinsson:

Hæstv. forseti. Hyggst sjútvrh. beita sér fyrir því að lögreglurannsókn fari fram í málinu eða ekki? Þetta er íslenskt skip undir íslenskum fána með íslenskri áhöfn sem er að veiða úr íslenskri kvótaúthlutun úr norsk-íslenska síldarstofninum. Skipið hlýtur að heyra undir einhver lög. Það hefur komið fram í fjölmiðlum að Norðmenn tóku ekki skipið einfaldlega vegna þess að þeir lögðu ekki í það því réttarstaða þeirra á Svalbarðasvæðinu er mjög óljós. Ég hlýt að lýsa furðu minni á því að hæstv. sjútvrh. skuli ekki bregðast við með ákveðnari hætti en hér er um að ræða. Það er ekki mikið mál að kalla eftir rannsókn í málinu. Það er ekki mikið mál að fá gögn frá norsku strandgæslunni. Það tókst mér í síðustu viku án þess að hafa mjög mikið fyrir því. Hægt er að hringja í stjórn norsku strandgæslunnar í Bodø í Norður-Noregi. Ég er með símanúmerið þar ef hæstv. sjútvrh. vill fá það, nafnið á vaktstjóra o.s.frv. Það ætti að kalla norsku strandgæsluna til yfirheyrslu, fá öll gögn Norðmanna í málinu, yfirheyra skipstjóra, útgerð Þorsteins EA og útgerðarmanninn líka.