Starfsmenn í hlutastörfum

Mánudaginn 01. mars 2004, kl. 16:33:05 (4705)

2004-03-01 16:33:05# 130. lþ. 73.4 fundur 411. mál: #A starfsmenn í hlutastörfum# (EES-reglur) frv. 10/2004, ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 130. lþ.

[16:33]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Það er oft hægt að segja langa og djúpa sögu með þögninni. Ég kýs að túlka þögn hæstv. félmrh. við spurningum mínum þannig að svar hans sé í rauninni þetta:

Eftir að lengi hafði horft vænlega um samninga, eins og getur um í grg., strönduðu þeir vegna þess að hæstv. fjmrh. vildi ekki una opinberum starfsmönnum sömu kjara og höfðu tekist í samningum á almenna vinnumarkaðnum.

Ef þetta verður ekki borið til baka tek ég það svo að þögn hæstv. félmrh. við spurningu minni sé í reynd staðfesting á þessu. Kannski er það kjarni málsins.