Fjárhagserfiðleikar dómstólanna og efling sérsveitar lögreglunnar

Þriðjudaginn 02. mars 2004, kl. 13:35:16 (4725)

2004-03-02 13:35:16# 130. lþ. 74.91 fundur 371#B fjárhagserfiðleikar dómstólanna og efling sérsveitar lögreglunnar# (aths. um störf þingsins), dómsmrh.
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur, 130. lþ.

[13:35]

Dómsmálaráðherra (Björn Bjarnason):

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að ræða þetta efnislega hér, enda tel ég að það falli ekki undir þennan lið. Þannig er að hv. þm. Ögmundur Jónasson hefur beðið um umræðu um sérsveitarmál og lögreglumál og hún fer fram utan dagskrár á fimmtudaginn kemur og gefst þá þingheimi tækifæri til að taka þátt í þeim umræðum á réttum forsendum.

Varðandi fjármál dómstólanna er unnið að þeim málum á vegum dómsmrn. í samvinnu við dómstólaráð að því er ég hef talið. Það sem ég taldi ábyrgðarleysi af hálfu dómenda var að lýsa yfir því að réttaröryggi borgaranna væri stefnt í voða, sem ég tel alrangt.