Fjárhagserfiðleikar dómstólanna og efling sérsveitar lögreglunnar

Þriðjudaginn 02. mars 2004, kl. 13:39:06 (4728)

2004-03-02 13:39:06# 130. lþ. 74.91 fundur 371#B fjárhagserfiðleikar dómstólanna og efling sérsveitar lögreglunnar# (aths. um störf þingsins), ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur, 130. lþ.

[13:39]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Það er brýnt að ræða löggæslumálin, enda hefur þingflokkur Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs óskað eftir utandagskrárumræðu um það efni eins og komið hefur fram. Í dag er hins vegar neyðarástand í heimahjúkrun á höfuðborgarsvæðinu og ég skil ekki hvers vegna menn eru að tefja fyrir að það mál komist á dagskrá. Hér eru fullir áheyrendapallar sem bíða eftir umræðunni um mál málanna í dag sem er neyðarástand í heimahjúkrun, og ég legg til að við tökum þegar til við að ræða það mál.