Starfsmenn í hlutastörfum

Þriðjudaginn 02. mars 2004, kl. 13:43:54 (4731)

2004-03-02 13:43:54# 130. lþ. 74.2 fundur 411. mál: #A starfsmenn í hlutastörfum# (EES-reglur) frv. 10/2004, GÞÞ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur, 130. lþ.

[13:43]

Guðlaugur Þór Þórðarson:

Virðulegi forseti. Eins og komið hefur fram urðu miklar deilur um þetta mál. Hv. þm. Ögmundur Jónasson beitti sér mikið í málinu og ég vildi af því tilefni taka fram að ég tel að hv. þm. Ögmundur Jónasson sé alls ekki vanhæfur til að taka þátt í því þrátt fyrir að hann sé starfsmaður í hlutastarfi hjá hinu opinbera. En það verður að segjast eins og er að það kom mér nokkuð á óvart að sjá engar athugasemdir frá þingmönnum Samfylkingarinnar þar sem hv. þm. er væntanlega í sömu stöðu og hv. þm. Pétur Blöndal í öðru máli sem við þekkjum vel. Ég styð ekki þessa brtt. og segi nei.