Skipun stjórnar Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn

Miðvikudaginn 03. mars 2004, kl. 13:43:38 (4807)

2004-03-03 13:43:38# 130. lþ. 75.91 fundur 375#B skipun stjórnar Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn# (aths. um störf þingsins), HjÁ
[prenta uppsett í dálka] 75. fundur, 130. lþ.

[13:43]

Hjálmar Árnason:

Frú forseti. Í rauninni er þetta upphlaup afskaplega einkennilegt. Það hefur komið fram að samkvæmt lögum á Umhverfisstofnun að tilnefna í þessa stjórn og það er það sem Umhverfisstofnun gerir --- samkvæmt lögum. Umhverfisstofnun tilnefnir Davíð Egilson. Mér finnst í hæsta máta ómaklegt og ósmekklegt af hv. þm. Steingrími J. Sigfússyni að koma hér upp, ekki einu sinni heldur tvisvar, og vega að starfsheiðri þessa manns sem Umhverfisstofnun tilnefnir. Þetta er fagmaður sem hefur sýnt það í störfum sínum að hann stendur undir þeirri ábyrgð að vera forstöðumaður Umhverfisstofnunar. Það er ómaklegt af hv. þm. Steingrími J. Sigfússyni að koma hér upp og vega að honum tvisvar með þeim hætti sem hann gerir.

Ég held að hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon verði líka að svara öðru. Hann nefnir það sem rök að ákveðinn einstaklingur hafi verið í 15 ár í stjórn þessarar stofnunar eða þessa ráðs. (SJS: Hann var beðinn um að halda því áfram.) Hvar eiga mörkin að vera? Eru það rök að vera áfram? Á aldrei að verða endurnýjun? Eiga það að vera 20 ár? 30 ár? Því eldri sem menn verða, eiga þeir þá að verða æviráðnir? Svari hv. þingmaður því. Má aldrei verða endurnýjun? (SJS: Þá væri nú ekki ...) (Gripið fram í: ... endurnýjun.) (Landbrh.: Steingrímur að eilífu.)