Yrkisréttur

Miðvikudaginn 03. mars 2004, kl. 13:49:06 (4810)

2004-03-03 13:49:06# 130. lþ. 75.1 fundur 613. mál: #A yrkisréttur# (EES-reglur, plöntuyrki o.fl.) frv., landbrh. (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 75. fundur, 130. lþ.

[13:49]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson):

Hæstv. forseti. Ég vissi í gær heilmikið um þetta mál og fór yfir það í ítarlegri ræðu. En eins og kemur fram í 5. gr. þá er málið flókið: ,,yrki sem eru í öllum aðalatriðum komin af vernduðu yrki, enda sé hið verndaða yrki ekki sjálft komið af öðru í öllum aðalatriðum,`` segir þar.

Málið er því nokkuð flókið. Þetta er orðalag úr EES-samningi. Ég hét því hér í gær að senda alla þá færu menn sem í landbrn. eru og þekkja þetta EES-mál að vinna það með landbn. Ég treysti landbn. afskaplega vel, hæstv. forseti. Mér finnst rangt að senda málið upp í ráðuneytið aftur. Hingað er ég kominn með það til fullvinnslu.