Sjóntækjafræðingar

Miðvikudaginn 03. mars 2004, kl. 13:52:09 (4811)

2004-03-03 13:52:09# 130. lþ. 75.3 fundur 340. mál: #A sjóntækjafræðingar# (sjónmælingar og sala tækja) frv. 11/2004, ÞBack (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 75. fundur, 130. lþ.

[13:52]

Þuríður Backman:

Frú forseti. Ég skrifaði undir nefndarálitið með fyrirvara. Fyrirvari minn er sá að ég tel að það þurfi, samhliða þessum breytingum, að efla eftirlitshlutverk landlæknisembættisins þannig að það geti bætt við sig eftirliti með störfum sjóntækjafræðinga, möguleiki sé á að koma á skimunum varðandi ákveðna sjúkdóma og hægt sé að tryggja þjónustu augnlækna um land allt. Ég tel að jafnframt þurfi að auka fræðslu til almennings um ýmsa heilsufarslega áhættuþætti og hvatningu og fræðslu um mikilvægi þess að fara til augnlæknis varðandi ýmsa áhættuþætti. Til þessa þarf landlæknisembættið meira fjármagn og mannafla. Ég hef þennan fyrirvara við þetta frv. Að þessu tilskildu samþykki ég frv.