Svar við fyrirspurn

Miðvikudaginn 03. mars 2004, kl. 14:35:38 (4827)

2004-03-03 14:35:38# 130. lþ. 76.91 fundur 380#B svar við fyrirspurn# (aths. um störf þingsins), Forseti JóhS
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur, 130. lþ.

[14:35]

Forseti (Jóhanna Sigurðardóttir):

Forseti vill vegna þeirrar umræðu sem hér fer fram taka fram að það er mikilvægt að hæstv. ráðherrar svari með formlegum hætti þeim fyrirspurnum sem til þeirra er beint. Forseti hefur vissulega á því skilning að það geti komið fyrir að hæstv. ráðherrar þurfi lengri frest til að svara fyrirspurnum en það verður að segjast eins og er varðandi þessa fyrirspurn að þessi dráttur er úr hófi fram.

Það er líka mikilvægt að ef hæstv. ráðherrar þurfa frest til að svara fyrirspurnum geri þeir það með því að óska formlega eftir því og hafa góð samskipti við fyrirspyrjendur um þá frestun.