Bundið slitlag á þjóðvegi nr. 1

Miðvikudaginn 03. mars 2004, kl. 15:17:07 (4845)

2004-03-03 15:17:07# 130. lþ. 76.3 fundur 627. mál: #A bundið slitlag á þjóðvegi nr. 1# fsp. (til munnl.) frá samgrh., KHG
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur, 130. lþ.

[15:17]

Kristinn H. Gunnarsson:

Herra forseti. Svarið við fyrirspurninni virðist vera nokkuð skýrt, að verkinu verði lokið eftir fjögur ár að því tilskildu að menn breyti skilgreiningunni á legu hringvegar 1 á Austfjörðum. Ég vil vekja athygli á því að í fyrirspurninni eru nefnd tvö hugtök: Annars vegar hringvegur og hins vegar þjóðvegur nr. 1. Ég get vel fallist á það að hringvegurinn sé stysta leið umhverfis landið, en ég get ekki fallist á að það sé jafnframt þjóðvegur nr. 1 sem gersamlega sneiðir hjá heilum landshluta og jafnvel heilum landsvæðum. Þar á ég við Vestfirði sem algerlega eru skildir eftir í þessum skilgreiningum. Þar eru mikil verkefni óunnin sem er jafnmikil þörf á að verði unnin eins og önnur á núverandi hringvegi. Það má líka nefna landsvæði eins og Snæfellsnes og á austanverðum Þingeyjarsýslum.

Ég vil, herra forseti, halda því til haga að þjóðvegur nr. 1 á að ná til allra landsmanna.