Bundið slitlag á þjóðvegi nr. 1

Miðvikudaginn 03. mars 2004, kl. 15:19:38 (4847)

2004-03-03 15:19:38# 130. lþ. 76.3 fundur 627. mál: #A bundið slitlag á þjóðvegi nr. 1# fsp. (til munnl.) frá samgrh., JÁ
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur, 130. lþ.

[15:19]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Mér finnst að menn eigi ekki að vera allt of kátir með stöðuna í þessum málum og hvaða afrek hafa verið unnin. Það er náttúrlega ekki nútímalegt að keyra um þá vegi sem eru í kringum landið sem aðalleiðir. Aðalleiðir ná, eins og hv. þm. Kristinn Gunnarsson benti á, víðar en þar sem þjóðvegur 1 liggur. Þjónustuvegur nr. 1 fyrir byggðir landsins liggur víða. Vegakerfið stendur ekki undir nafni fyrr en allir hafa þokkalega möguleika á því að komast á landi til síns heima. Svo er ekki. Fyrir utan það að á þessum vegi eru feykilega hættulegir kaflar sem við höfum látið vera að endurbyggja. Það verða slys og því miður alvarleg slys og dauðaslys á þessum köflum jafnvel ár eftir ár. Á meðan svo er getum við ekki verið ánægð með afrekin okkar í vegamálum.