Afnotagjöld Ríkisútvarpsins

Miðvikudaginn 03. mars 2004, kl. 15:41:14 (4859)

2004-03-03 15:41:14# 130. lþ. 76.5 fundur 581. mál: #A afnotagjöld Ríkisútvarpsins# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., BJJ
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur, 130. lþ.

[15:41]

Birkir J. Jónsson:

Hæstv. forseti. Ég held að hv. þingheimur ætti aðeins að anda með nefinu í þessu máli. Ég tel mikilvægt að hæstv. menntmrh. fái svigrúm til að skoða það viðamikla mál sem tekjustofn RÚV er. Ég held að í þeirri umræðu, sem við munum vonandi fara í hér á næstu vikum og mánuðum, þurfum við að huga mjög að sjálfstæði Ríkisútvarpsins. Ég tel að ef við ætlum að setja Ríkisútvarpið á fjárlög þá sé því sjálfstæði ógnað. Það er mín skoðun.

Ég legg áherslu á að Ríkisútvarpið er mjög mikilvæg stofnun fyrir okkur Íslendinga. Það gegnir mjög mikilvægu hlutverki, varðveitir þjóðararf okkar og menningu. Mér finnst mikilvægt að við stöndum vörð um sjálfstæði Ríkisútvarpsins og öflugan rekstur þess.