Afnotagjöld Ríkisútvarpsins

Miðvikudaginn 03. mars 2004, kl. 15:44:03 (4861)

2004-03-03 15:44:03# 130. lþ. 76.5 fundur 581. mál: #A afnotagjöld Ríkisútvarpsins# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., SigurjÞ
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur, 130. lþ.

[15:44]

Sigurjón Þórðarson:

Herra forseti. Við í Frjálsl. styðjum það að fundin verði önnur tekjuöflunarleið en afnotagjöldin og jafnvel að Ríkisútvarpið verði sett á fjárlög.

En það eru vissulega gild rök sem komið hafa fram í máli hv. þingmanna Framsfl., að afnotagjaldið tryggi að vissu leyti tekjustofn og sjálfstæði Ríkisútvarpsins. Til móts við það mætti koma með því að endurskoða jafnframt stjórn Ríkisútvarpsins. Ég tel fulla þörf á að endurskoða hvernig hún er skipuð og að það verði gert um leið og Ríkisútvarpið yrði sett á fjárlög.

En mig langar að spyrja hæstv. ráðherra um við hvað hún átti þegar hún sagðist sjá þá helstu annmarka á að hætta með afnotagjöldin, að þá yrðu rofin hin beinu tengsl og aðhald sem afnotagjöld veittu. Það væri ágætt að fá nánari skýringu á því.