Afnotagjöld Ríkisútvarpsins

Miðvikudaginn 03. mars 2004, kl. 15:46:16 (4863)

2004-03-03 15:46:16# 130. lþ. 76.5 fundur 581. mál: #A afnotagjöld Ríkisútvarpsins# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., VF
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur, 130. lþ.

[15:46]

Valdimar L. Friðriksson:

Herra forseti. Mikilvægi Ríkisútvarpsins vefst sennilega ekki fyrir okkur þingmönnum. Það má margt gott um útvarpið segja en enn á eftir að fá, eins og hér hefur verið minnst á, skýrt svar frá hæstv. menntmrh. Mun ráðherra beita sér fyrir því að innheimtu afnotagjalda Ríkisútvarpsins verði hætt? Það hefur ekki enn þá komið skýrt fram.

Síðan er það hitt, maður veltir fyrir sér með þessi 5,5% sem var minnst á að væru talin eiga viðtæki en ekki greiða af þeim. Það er spurning hvort það eigi ekki að endurskoða hvernig þeir eru hundeltir, þ.e. að starfsmenn Ríkisútvarpsins liggja nánast á hleri og detta inn þegar menn opna.