Textun

Fimmtudaginn 04. mars 2004, kl. 13:23:23 (4909)

2004-03-04 13:23:23# 130. lþ. 77.3 fundur 386. mál: #A textun# frv., JKÓ
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur, 130. lþ.

[13:23]

Jón Kr. Óskarsson:

Hæstv. forseti. Ég styð heilshugar það frv. til laga sem hv. þm. Sigurlín Margrét Sigurðardóttir er 1. flm. að.

Ég var, eins og áður hefur kannski komið fram, loftskeytamaður í 40 ár. Ég var starfandi á ritsíma í Reykjavík í yfir 20 ár, var þar yfirmaður í mörg ár, þannig að málið er mér mjög kunnugt. Þar var þjónustumiðstöð fyrir heyrnarskerta í mörg ár. Ég veit því alveg um hvað þessir hlutir snúast. Þetta var mjög tilfinningaríkt oft og viðkvæm mál sem þar komu upp. Það voru ekki beinar línur á milli einstaklinganna heldur milliliðir og allt sem tengir þetta fólk betur við nútímann og það sem gerist í þjóðfélaginu tel ég hið besta mál. Ég óska innilega að frv. verði samþykkt sem lög frá Alþingi.