Nemendafjöldi í framhaldsskólum

Mánudaginn 08. mars 2004, kl. 15:46:03 (4971)

2004-03-08 15:46:03# 130. lþ. 78.91 fundur 385#B nemendafjöldi í framhaldsskólum# (aths. um störf þingsins), GAK
[prenta uppsett í dálka] 78. fundur, 130. lþ.

[15:46]

Guðjón A. Kristjánsson:

Hæstv. forseti. Ég átta mig ekki á því hvers vegna hæstv. menntmrh. sendi þá yfirlýsingu frá sér í bréfi sem fór til skólameistara framhaldsskólanna. Hæstv. ráðherra sagði rétt áðan að málin hefðu alltaf verið leyst. Því ber auðvitað að fagna en þá hlýtur að mega skilja mál hæstv. ráðherra þannig að bréfið til skólameistaranna sé einungis ábending um að gera þurfi samning við menntmrn. um frekari fjölgun. Ég fagna því auðvitað ef það er réttur skilningur. Ég held að það hljóti að vera þar sem tveir hv. stjórnarþingmenn hafa komið upp og fullyrt að öllum verði tryggð skólavist. Þeirra skilningur er einnig sá að þeim verði tryggð skólavist í heimabyggð sinni.

Ég fagna því að málin hafi skýrst með þessum hætti. Það er ánægjulegt að hæstv. ráðherra skuli gefa þau beinu skilaboð til skólameistaranna að um nemendafjölgunina skuli samið í heimabyggð. Því fagna ég.