2004-03-08 16:06:57# 130. lþ. 78.8 fundur 652. mál: #A Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og samvinnunefnd um málefni norðurslóða# (stjórn) frv., umhvrh. (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 78. fundur, 130. lþ.

[16:06]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir frv. til laga um breytingu á lögum um Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og samvinnunefnd um málefni norðurslóða, nr. 81/1997.

Með frumvarpi þessu er lagt til að fellt verði niður ákvæði laga um Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og samvinnunefnd um málefni norðurslóða, nr. 81/1997, um sérstaka stjórn stofnunarinnar. Af hálfu umhverfisráðuneytisins hefur verið unnið að því að undirstrika ábyrgð forstöðumanna gagnvart ráðherra þannig að forstjórum stofnana sem heyra undir ráðuneytið hefur verið falin sú ábyrgð sem stjórnir viðkomandi stofnana höfðu áður. Er sú stefna sem í því birtist í samræmi við breytt viðhorf um stjórnun stofnana á vegum ríkisins, um að forstöðumaður stofnunar eða forstjóri beri ábyrgð á störfum og rekstri stofnunar, sem koma m.a. fram í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996.

Hæstv. forseti. Ég hef rakið efni frv. í megindráttum. Ég legg til að frv. verði að lokinni 1. umr. vísað til 2. umr. og til umfjöllunar í hv. umhvn.