Lokafjárlög 2001

Mánudaginn 08. mars 2004, kl. 17:13:04 (4987)

2004-03-08 17:13:04# 130. lþ. 78.9 fundur 653. mál: #A lokafjárlög 2001# frv., EMS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 78. fundur, 130. lþ.

[17:13]

Einar Már Sigurðarson (andsvar):

Herra forseti. Ég fagna orðum hæstv. ráðherra og tek undir að nauðsynlegt er að kippa þessu í liðinn. Það er rétt að dregist hefur úr hömlu að leysa ýmis, ég vil segja í flestum tilfellum, smádeilumál á milli aðila varðandi það að koma þessu í samt lag. Ég vona svo sannarlega að það takist sem hæstv. ráðherra boðar, að á haustdögum fáum við að sjá frv. til lokafjárlaga fyrir árið 2003 þannig að við getum komið þessu í rétt lag.

Ég held að það sé rétt hjá hæstv. ráðherra að það verði engin afsökun ef það tekst ekki í haust. Ég vona því að þessi orð hæstv. ráðherra verði til þess að við þetta verði staðið og við verðum komin með 45. gr. fjárreiðulaganna í full not á haustdögum og getum fjallað um lokafjárlög fyrir árið 2002 um leið og við höfum fengið ríkisreikning í hendur. Ég vona því að þetta boði gott í þessum efnum.