Evrópska efnahagssvæðið

Þriðjudaginn 09. mars 2004, kl. 14:22:13 (5018)

2004-03-09 14:22:13# 130. lþ. 79.7 fundur 338. mál: #A Evrópska efnahagssvæðið# (ný aðildarríki) frv. 8/2004, Frsm. SP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 79. fundur, 130. lþ.

[14:22]

Frsm. utanrmn. (Sólveig Pétursdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Í ræðu hv. þm. áðan var hann að líta til baka og líta til þess tíma er ríkisstjórn Alþýðuflokks og Sjálfsfl. stóðu að því að EES-samningurinn fór í gegnum Alþingi, ásamt ýmsum fulltrúum annarra flokka.

Þegar Samf. var stofnuð kom fram í stefnuskrá hennar afskaplega einkennileg stefna í varnar- og öryggismálum, ef við lítum til baka. Sú stefna var vægast sagt loðin, t.d. gagnvart aðild okkar að NATO. Þess vegna spyr ég hv. þm. aftur, og tel fulla ástæðu til: Er hann sammála þessari yfirlýsingu frá varaformanni Samf.? (GÁS: ... Ég skil ekki ...) Og ég ætlast til þess að fá svör við því. Hv. þm. veit það jafnvel og ég að þessi yfirlýsing hennar hefur vakið mikla athygli.