Evrópska efnahagssvæðið

Þriðjudaginn 09. mars 2004, kl. 16:35:47 (5043)

2004-03-09 16:35:47# 130. lþ. 79.7 fundur 338. mál: #A Evrópska efnahagssvæðið# (ný aðildarríki) frv. 8/2004, MÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 79. fundur, 130. lþ.

[16:35]

Mörður Árnason (andsvar):

Forseti. Mér þykir bæði skynsamlega og fagurlega sagt hjá hv. síðasta ræðumanni að eina afstaðan sem ekki er tæk, ekki er bær að flytja á þessu þingi á þessum degi, sé einmitt sú að standa í stað. Ég veit að hvorki hv. þm. né flokkur hennar hefur staðið í stað í þessu máli á þeim rúma áratug síðan þetta mál hófst. Ég vil þess vegna spyrja hv. þm.: Hvar er hún stödd á þessari vegferð?

Það var áðan rakið að menn hefðu svona þrjú þrep í Evrópueldflauginni. Eitt er fallið til jarðar, annað er, að manni sýnist, að falla til jarðar, þ.e. samningurinn um efnahagssvæðið óbreyttur, og hinn þriðji, eins og flokkur hv. þm. skýrði það, er sá að sækja um aðild að Evrópusambandinu og láta reyna á samningsskilmála okkar þar.

Ég vil spyrja hv. þm. kurteislega: Hver er afstaða hennar í því efni á þessum degi?