Evrópska efnahagssvæðið

Þriðjudaginn 09. mars 2004, kl. 16:38:15 (5045)

2004-03-09 16:38:15# 130. lþ. 79.7 fundur 338. mál: #A Evrópska efnahagssvæðið# (ný aðildarríki) frv. 8/2004, MÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 79. fundur, 130. lþ.

[16:38]

Mörður Árnason (andsvar):

Ég vil þakka hv. þm. Jónínu Bjartmarz fyrir þessa yfirlýsingu sem er mikilvæg. Þegar maður leggur hana saman við þau orð hennar áðan, að eina ótæka afstaðan sé að standa í stað, þá gæti falist í henni ákveðin gagnrýni, bein eða óbein, á samstarfsflokk hennar í ríkisstjórn. Eins og komið hefur fram í umræðunum í dag er hann, af þeim fjórum flokkum sem teljast geta haft nokkra reynslu og hefð í þessu efni, sá eini sem hefur einmitt staðið í stað.