Evrópska efnahagssvæðið

Miðvikudaginn 10. mars 2004, kl. 13:48:02 (5083)

2004-03-10 13:48:02# 130. lþ. 80.2 fundur 338. mál: #A Evrópska efnahagssvæðið# (ný aðildarríki) frv. 8/2004, EKG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 130. lþ.

[13:48]

Einar K. Guðfinnsson:

Virðulegur forseti. Það mál sem við greiðum nú atkvæði um hlýtur að teljast eitt hinna stærri á þessum vetri. Stækkun EES-svæðisins mun hafa veruleg áhrif hér á landi og í fleiri löndum sem eru aðilar að þessum samningi. Að mati ASÍ hefur samningurinn um EES þjónað hagsmunum Íslands vel. Það er til marks um þá sátt sem nú ríkir um EES-samninginn að fulltrúar allra þeirra stjórnmálaflokka er eiga sæti í utanrmn. Alþingis standa að sameiginlegu nefndaráliti.

Því hefur verið haldið fram að EES-samningurinn stæði höllum fæti. Sú staðreynd að stækkun EES-samningsins er nú í höfn sýnir hins vegar þvert á móti og svart á hvítu að staða samningsins er sterk og mun eftir fullgildingu þjóðþinganna ná til um 400 millj. manna markaðar. Samningurinn getur því orðið um ókomin ár sú meginstoð í íslenskri utanríkispólitík sem hann hefur verið í um áratug og tryggt okkur aðgang að mikilvægu markaðssvæði.