Greiðslur til fanga

Miðvikudaginn 10. mars 2004, kl. 14:08:21 (5091)

2004-03-10 14:08:21# 130. lþ. 81.2 fundur 574. mál: #A greiðslur til fanga# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., AtlG
[prenta uppsett í dálka] 81. fundur, 130. lþ.

[14:08]

Atli Gíslason:

Frú forseti. Í 2. tölublaði Verndarblaðsins 2003 er þáv. tímakaup fyrir vinnu sundurliðað. Þar kemur fram að vinna á járnsmíðaverkstæði, trésmíðaverkstæði, við bílaþrif og í steypuskála er greidd með 345 kr. á tímann en fyrir þrif á deildum, við hreingerningar í íþróttahúsi, þrif heimsóknaraðstöðu og á öðrum stöðum eru 280 kr. á tímann.

Ég spyr: Er þetta hefðbundið vanmat á kvennastörfum eða hvernig stendur á þessum mismun á tímakaupinu?