Greiðslur til fanga

Miðvikudaginn 10. mars 2004, kl. 14:11:18 (5093)

2004-03-10 14:11:18# 130. lþ. 81.2 fundur 574. mál: #A greiðslur til fanga# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., dómsmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 81. fundur, 130. lþ.

[14:11]

Dómsmálaráðherra (Björn Bjarnason):

Virðulegi forseti. Varðandi frv. sem ég lagði fram og hefur verið til meðferðar í allshn. hef ég tekið þá ákvörðun að það verði tekið til athugunar í ráðuneytinu í ljósi þeirra umsagna sem fram hafa komið. Var rætt um það í nefndinni í gær og vona ég að hún fallist á það sjónarmið mitt.

Varðandi spurningu hv. þm. Atla Gíslasonar er rétt að svara því að Fangelsismálastofnun bendir á að í 3. mgr. 13. gr. laga um fangelsi og fangavist segir m.a. að við ákvörðun launa skuli tekið tillit til arðsemi vinnunnar og á því byggist þessi mismunur (Gripið fram í: Arðsemi?) á launagreiðslum. Það er það sem Fangelsismálastofnun hefur notað sem viðmiðun í þessu þannig að fyrir þessu öllu eru ákveðnar reglur og ákveðin lög sem menn geta kynnt sér. Síðan verður aftur tekið til við þetta mál á þinginu þegar ráðuneytið mun leggja fram að nýju frv. um fullnustu refsingar.