Stuðningur við aukabúgreinar

Miðvikudaginn 10. mars 2004, kl. 14:45:02 (5111)

2004-03-10 14:45:02# 130. lþ. 81.4 fundur 696. mál: #A stuðningur við aukabúgreinar# fsp. (til munnl.) frá landbrh., ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 81. fundur, 130. lþ.

[14:45]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Virðulegi forseti. Við ræðum hér aukabúgreinar sem erfitt er að skilgreina samkvæmt umræðunni á undan en ég er alveg sannfærð um að þeim aukabúgreinum mun fjölga þegar hæstv. ráðherra verður búinn að breyta þeim reglum sem koma í veg fyrir að bændur geti selt sínar heimagerðu afurðir. Þá gætu aukabúgreinarnar t.d. orðið kæfa, ostur, sultur, vín, kjöt og ógerilsneydd mjólk þannig að þetta á ábyggilega eftir að aukast mjög mikið. (Gripið fram í: Og viskí.) Og viskí þess vegna. En ég spyr hæstv. ráðherra: Mun hann hvetja til framleiðslu á einhverjum ákveðnum vörum með t.d. styrkjum? Ég nefndi áðan sauðaost sem er mjög eftirsóttur en við, þessi mikla sauðfjárræktarþjóð, framleiðum ekki sauðaost. Mun hann á einhvern hátt beita sér til þess jafnvel að fjölga þessum aukabúgreinum með einhverri stefnumörkun?