Atvinnuráðgjöf

Miðvikudaginn 10. mars 2004, kl. 15:27:59 (5133)

2004-03-10 15:27:59# 130. lþ. 81.7 fundur 697. mál: #A atvinnuráðgjöf# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., BJJ
[prenta uppsett í dálka] 81. fundur, 130. lþ.

[15:27]

Birkir J. Jónsson:

Hæstv. forseti. Ég þakka fyrirspurnina sem hér hefur komið fram frá hv. þm. Hér er um mjög þarft mál að ræða.

Ég vil nefna í því samhengi að það eru nú í gangi tímabundin verkefni atvinnu- og jafnréttisráðgjafa, bæði í Norðaust. og í Suðurk., sem hafa það sérstaklega að markmiði að auka og fjölga tækifærum fyrir konur í þessum kjördæmum. Ég þekki nokkuð til verkefnanna. Þau eru samstarfsverkefni milli félmrn. og Byggðastofnunar, sem heyrir nú undir hæstv. iðn.- og viðskrh., þannig að ég veit að þar er verið að vinna mjög gott starf. Atvinnu- og jafnréttisráðgjafi í Norðaust. er staðsettur á Þróunarstofu Austurlands sem er mjög gott umhverfi fyrir þann ráðgjafa, og ég veit til þess að þar er unnið mikið og gott starf. Þess má geta að undanfari þessa tímabundna verkefnis var verkefni sem þáv. ráðherra, Páll Pétursson, setti á fót á Norðurlandi vestra sem hafði það að markmiði að bæta aðstæður kvenna í því kjördæmi. Ég veit að það verkefni skilaði þar miklum árangri.