Skólagjöld í Háskóla Íslands

Miðvikudaginn 10. mars 2004, kl. 18:38:16 (5167)

2004-03-10 18:38:16# 130. lþ. 81.11 fundur 209. mál: #A skólagjöld í Háskóla Íslands# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., VF
[prenta uppsett í dálka] 81. fundur, 130. lþ.

[18:38]

Valdimar L. Friðriksson:

Herra forseti. Hv. þm. Björgvin G. Sigurðsson kemur hér með bráðnauðsynlega fyrirspurn. Ég skildi hæstv. ráðherra svo að aðalvandamálið væri gífurleg aukning útgjalda hjá Háskóla Íslands. Ég skil ekki orð hennar betur en að það þýði að í raun verði að taka upp frekari skólagjöld --- mér hefur annars eitthvað misheyrst --- og að skólagjöld muni leiða til betri skóla. Er það rétt? Er það virkilega meiningin?

En ég spyr líka: Þýðir hækkun skólagjalda ekki jafnframt takamarkaðan aðgang almennings að skólanum? Á að hækka gjöldin eða ekki?