Varnir gegn mengun hafs og stranda

Fimmtudaginn 11. mars 2004, kl. 15:00:03 (5245)

2004-03-11 15:00:03# 130. lþ. 82.5 fundur 162. mál: #A varnir gegn mengun hafs og stranda# (heildarlög) frv., Frsm. SAÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 130. lþ.

[15:00]

Frsm. umhvn. (Sigríður A. Þórðardóttir) (andsvar):

Herra forseti. Þau ákvæði sem eru í frv. eru auðvitað þaulskoðuð áður en þau eru sett fram. Við höfum einnig rætt þessi mál vandlega í þingnefndinni. Í 22. gr. er tíundað hvert þetta ferli er, það er áminning, tilhlýðilegur frestur til úrbóta og síðan stöðvun. Það er auðvitað mjög alvarleg aðgerð að stöðva starfsemi. En það er ekki gert nema þetta gangi á undan. Ég held því að ákvæðin séu eðlileg eins og þau eru sett fram í frv.