Varnir gegn mengun hafs og stranda

Fimmtudaginn 11. mars 2004, kl. 15:15:31 (5249)

2004-03-11 15:15:31# 130. lþ. 82.5 fundur 162. mál: #A varnir gegn mengun hafs og stranda# (heildarlög) frv., Frsm. SAÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 130. lþ.

[15:15]

Frsm. umhvn. (Sigríður A. Þórðardóttir) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil bregðast við vegna orða hv. þm. Marðar Árnasonar um að undirbúningur frv. í umhvrn. hafi ekki verið nógu vandaður. Ég held að við verðum að taka með í þann reikning þegar það er skoðað að hér er um mjög flókið mál að ræða. Það bárust margar athugasemdir frá umsagnaraðilum og það er töluvert um skilgreiningar í frv. sem alltaf er álitamál hvað á að ganga langt í. Ég tel því að málið hafi verið mjög vel undirbúið af hálfu ráðuneytisins og líka það hversu langan tíma frv. hefur verið í þinginu, því þetta er í þriðja skipti sem það er lagt fram. Í millitíðinni eru sett lög á forræði samgrh. sem snerta ýmis efnisatriði sem búið var að setja í frv. þegar það var unnið af nefndinni á sínum tíma. Ég held því að það séu bara eðlilegar skýringar á því.

Hins vegar var umhvn. mjög fús til að vinna málið mjög nákvæmlega og ég tel að í rauninni sé búið að gera gott mál enn þá betra.