Stefna ríkisstjórnarinnar varðandi einkavæðingu

Mánudaginn 15. mars 2004, kl. 15:09:08 (5288)

2004-03-15 15:09:08# 130. lþ. 83.1 fundur 404#B stefna ríkisstjórnarinnar varðandi einkavæðingu# (óundirbúin fsp.), ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur, 130. lþ.

[15:09]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Ég vil vekja athygli þingsins og þjóðarinnar á því hve mótsagnakenndur málflutningur ríkisstjórnarinnar er innan þingsins. Stærstu mótsagnirnar eru að sjálfsögðu í orðum og síðan gjörðum ríkisstjórnarinnar. Hún grætur yfir afleiðingum eigin gjörða en heldur síðan áfram á nákvæmlega sömu braut. Hæstv. forsrh. drepur því á dreif þegar á það er bent að forstjóri Símans telji að Íslendingar kunni að einhverju leyti að halda eign yfir Landssíma Íslands. Að einhverju leyti. Honum finnst það ekkert tiltökumál og varla þess virði að ræða.

En hann víkur að leikreglum, lögum og reglum sem gilda eiga á markaði. Hvernig stendur á því að frv. sem hér hefur verið lagt fram af hálfu þingflokks Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs um að greina á milli fjárfestingarstarfsemi banka og viðskiptabanka er látið daga uppi enda þótt ráðherrar í ríkisstjórninni og stjórnarþingmenn hafi uppi önnur orð þegar það passar?