Stefna ríkisstjórnarinnar varðandi einkavæðingu

Mánudaginn 15. mars 2004, kl. 15:10:24 (5289)

2004-03-15 15:10:24# 130. lþ. 83.1 fundur 404#B stefna ríkisstjórnarinnar varðandi einkavæðingu# (óundirbúin fsp.), forsrh.
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur, 130. lþ.

[15:10]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Karl einn varð frægur þegar hann sagði: Þetta er afleiðingin af því sem koma skal. Mér finnst einhvern veginn að hv. þingmaður dragi vitlausar ályktanir af þeim niðurstöðum sem liggja fyrir. Ég tel, og hef ítrekað það, að þó að ríkisstjórnin hafi fært mál í þann farveg að vera ekki með samkeppnisstarfsemi á sinni könnu, finni síðan að sumu leyti að því með hvaða hætti kaupin gerast á eyrinni og ætli að laga þá hluti í framhaldi af því séu menn ekki sjálfum sér ósamkvæmir. Ég tel að ríkisstjórnin hafi verið fullkomlega sjálfri sér samkvæm í meðferð allra þessara mála. Skoðanir forstjóra Símans eru síðan hans skoðanir. Ég er hvorki að andmæla þeim né samþykkja. Þetta eru skoðanir hans.