Starfshópur um eyðingarverksmiðjur

Mánudaginn 15. mars 2004, kl. 15:15:47 (5293)

2004-03-15 15:15:47# 130. lþ. 83.1 fundur 405#B starfshópur um eyðingarverksmiðjur# (óundirbúin fsp.), landbrh.
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur, 130. lþ.

[15:15]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson):

Hæstv. forseti. Ég tek undir með hv. þm. að þetta er mikið umhverfismál og ég held góð framtíðarsýn að allur úrgangur, innyfli úr dýrum o.s.frv., sé ekki settur í jörðina til frambúðar heldur eytt með þessum hætti. Ég minni á að þrátt fyrir margar aðvaranir um að óráðlegt væri að byggja upp kjötmjölsverksmiðju var það gert á ábyrgð þessara sterku fyrirtækja. Þau eru í sjálfu sér ekki í neinum vandræðum og þurfa kannski ekki á neinum úrræðum nefndarinnar að halda. Fulltrúar þeirra sitja í nefndinni og hafa starfað þar og þekkja því öll störfin. En það er sjálfsagður hlutur að nefndin ljúki störfum.

Ég óska síðan eyðingarverksmiðjunni allra heilla í framtíðinni.