Félagslegt réttlæti á vinnumarkaði

Mánudaginn 15. mars 2004, kl. 15:19:50 (5296)

2004-03-15 15:19:50# 130. lþ. 83.1 fundur 406#B félagslegt réttlæti á vinnumarkaði# (óundirbúin fsp.), félmrh.
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur, 130. lþ.

[15:19]

Félagsmálaráðherra (Árni Magnússon):

Hæstv. forseti. Ég kannast ekki við þá ákvörðun sem hv. þm. Helgi Hjörvar segir að tekin hafi verið á vettvangi ríkisstjórnarinnar um að taka ekki í reglur okkar og lög tilskipunina sem hér um ræðir.

Hins vegar leikur mikill vafi á því og það hefur verið túlkun okkar að samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið beri okkur ekki skylda til þess. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að full ástæða sé til að fara yfir tilskipunina og fella mörg meginatriði hennar í lög okkar og reglur og lýsi hér með yfir vilja mínum til þess. En þetta er ástæða þess að hún hefur ekki verið tekin upp í regluverk okkar í heild sinni.