Lækkun smásöluálagningar lyfja

Mánudaginn 15. mars 2004, kl. 15:25:52 (5301)

2004-03-15 15:25:52# 130. lþ. 83.1 fundur 407#B lækkun smásöluálagningar lyfja# (óundirbúin fsp.), heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur, 130. lþ.

[15:25]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson):

Herra forseti. Svarið við báðum spurningunum er já. Þetta er með vitund og vilja ráðherra vegna þess að það hagar þannig til á lyfjamarkaðnum að Norðurlöndin eru dýrasti lyfjamarkaður í heimi. Það munar 15% á verði á Íslandi og á Norðurlöndunum og lyfjaverðsnefnd hefur unnið að því að minnka þennan mun, m.a. vegna þess að við þurfum að standa við fjárlög varðandi sparnað í lyfjakostnaði. Ég hef viljað ná þeim sparnaði frekar með lækkun á álagningu en að hækka sjúklingahlutann. Þannig stendur málið.