Lækkun smásöluálagningar lyfja

Mánudaginn 15. mars 2004, kl. 15:29:24 (5304)

2004-03-15 15:29:24# 130. lþ. 83.1 fundur 407#B lækkun smásöluálagningar lyfja# (óundirbúin fsp.), JGunn
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur, 130. lþ.

[15:29]

Jón Gunnarsson:

Herra forseti. Til hvers er verið að fela Ríkisendurskoðun að leggja í mikla, dýra og vandaða vinnu ef ekkert á að gera með það sem kemur út úr henni? Ef menn hlaupa til, eins og nú er verið að gera, og koma með tillögur um breytingar á lyfjaverði örfáum dögum áður en skýrsla Ríkisendurskoðunar liggur fyrir?

Það sem tillögur lyfjaverðsnefndar munu einfaldlega þýða er að þetta mun koma harðast niður á þeim sem nota lyf að staðaldri og njóta í dag mests afsláttar í formi þess að apó\-tekin gefa afslátt af sjúklingahlutanum. Þær munu einnig koma í veg fyrir alla þá samkeppni sem þó hefur verið á lyfjaverðsmarkaðnum vegna þess að samkeppnin hefur að mestu leyti, eins og flestir vita, legið í því að berjast um sjúklingahlutann. Samkeppnin hefur falist í því að gefa afslætti til sjúklinga. Því hlýt ég að spyrja um leið og ég lýsi undrun minni: Af hverju í ósköpunum var ekki hægt að bíða í örfáa daga og sjá hvað út úr skýrslu Ríkisendurskoðunar kæmi áður en hlaupið var í þetta lítt ígrundaða mál?