Lækkun smásöluálagningar lyfja

Mánudaginn 15. mars 2004, kl. 15:30:41 (5305)

2004-03-15 15:30:41# 130. lþ. 83.1 fundur 407#B lækkun smásöluálagningar lyfja# (óundirbúin fsp.), heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur, 130. lþ.

[15:30]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson):

Herra forseti. Ég verð að segja alveg eins og er að þessi málatilbúnaður kemur mér dálítið á óvart vegna þess að ég sé ekki betur en að hv. 10. þm. Suðurk. sé að verja þann verðmun sem er á Íslandi í lyfjamálum. Það kemur mér mjög á óvart að fá þessa umræðu. Þegar verið er að lækka álagninguna til að minnka þennan 15% mun á dýrasta markaðssvæði í heimi kemur hv. þm. og finnur því allt til foráttu að verið sé að lækka álagninguna á lyfjum. (Gripið fram í.) Það er mjög sérkennilegt að fá þessar trakteringar hér, ég verð að segja það, og úr þessari átt.