Aðgerðir til stuðnings atvinnurekstri

Mánudaginn 15. mars 2004, kl. 16:54:56 (5326)

2004-03-15 16:54:56# 130. lþ. 83.17 fundur 33. mál: #A aðgerðir til stuðnings atvinnurekstri# þál., JKÓ
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur, 130. lþ.

[16:54]

Jón Kr. Óskarsson:

Hæstv. forseti. Mig langar að koma með einn flöt á þessu frumvarpi. Mér datt í hug hvort þetta mál gæti hugsanlega orðið til hagsbóta fyrir eldri borgara þessa lands. Væri athugandi hvort aðgengi eldri borgara að vinnu við þetta frumvarp yrði til að efla áhuga þeirra og möguleika er þeir fara af hinum almenna vinnumarkaði? Gæti það ekki skapað þeim einhverjar aukatekjur?

Hæstv. forseti. Ég vildi aðeins koma þessu á framfæri.