Varnir gegn mengun hafs og stranda

Þriðjudaginn 16. mars 2004, kl. 14:07:33 (5342)

2004-03-16 14:07:33# 130. lþ. 84.7 fundur 162. mál: #A varnir gegn mengun hafs og stranda# (heildarlög) frv., MÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 130. lþ.

[14:07]

Mörður Árnason:

Forseti. Hér er um merkilegt frv. að ræða sem bætir verulega umhverfisrétt á Íslandi. Um það hefur náðst gott samstarf í umhvn. Einn af göllum þess er umbúnaður svokallaðra svæðisráða sem sveitarfélögunum er gert skylt að stofna. Með þessari brtt. er reynt að bæta grundvöll þessara ráða með því að veita þeim starfskrafta og þekkingu fulltrúa frá umhverfisverndarsamtökum á sama hátt og frá samtökum atvinnurekenda. Ég segi já.