Norræna ráðherranefndin 2003

Þriðjudaginn 16. mars 2004, kl. 14:31:30 (5348)

2004-03-16 14:31:30# 130. lþ. 84.9 fundur 579. mál: #A Norræna ráðherranefndin 2003# skýrsl, SigurjÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 130. lþ.

[14:31]

Sigurjón Þórðarson (andsvar):

Frú forseti. Það er fullyrt í skýrslunni að svæðisbundið samstarf muni fá aukið vægi í ESB eftir stækkun þess. Þess vegna vil ég spyrja ráðherrann hvort sú sé raunin. Er þetta raunin? Síðan er lagt út frá því. Fróðlegt væri að fá nánari útlistun á því hvort þetta sé svo í raun og veru eða hvað.

Síðan er komið inn á rannsóknir sem er mjög nauðsynlegt að fara út í á ýmsum sviðum og skilgreind eru fjölmörg samstarfssvið í vestnorrænu samstarfi. Í fréttum hefur komið fram að orðið hefur mikil hlýnun, mun meiri en áður var talið. Ég tel að þarna þurfi að leggja í auknar rannsóknir og spyr hvort búið sé að ákveða að þær rannsóknir fari fram.